Fyrirtækið

Aalborg Portland Íslandi ehf (APÍ), sem er í eigu Aalborg Portland AS í Danmörku, hefur starfað samfellt hér á landi frá árinu 2000 við markaðssetningu og dreifingu á hágæða sementi.

Félagið rekur tvö sex þúsund tonna síló fyrir laust sement ásamt einu sílói fyrir kísil í Helguvík. Tvö 1500 tonna síló eru einnig staðsett á Akureyri ásamt einu 1500 tonna sílói fyrir Limestone og einnig eru tvö 1400 tonna síló á Reyðarfirði.

Mynd um starfsemi Aalborg Portland í Danmörku

Þungar vélar, öfgafullir efna- og eðlisfræðilegir ferlar, framleiðsla í stórum stíl og sjálfbær þróun. Sjáðu myndina um Aalborg Portland og lærðu meira um okkur.

Aalborg Portland Video

 

Smelltu hér til að sjá danska útgáfu af myndinni.