Greinar

Mettivatn í fylliefnum fyrir steinsteypu

Vatn í fylliefnum fyrir steinsteypu hefur áhrif á eiginleika hennar. Í fylliefni eru vatnsfylltar pórur sem kallast mettivatn. Mettivatn er efni þessarar greinar.

Mettivatn í fylliefnum fyrir steinsteypu

Vatn í fylliefnum fyrir steinsteypu hefur áhrif á eiginleika hennar, allt eftir því hversu vel það blandast við aðra hluta steinsteypunnar. Í fylliefni eru vatnsfylltar pórur sem kallast mettivatn og er mettivatn efni þessarar greinar.

Mettivatnið er „falið“ í fylliefnum og tekur í reynd ekki þátt í að gefa steinsteypunni vinnanleika og styrk, en það gerir vatnið umfram mettivatnið, sem kallast „frítt vatn“.

Mettivatn + frítt vatn er heildarvatnsmagnið í steypunni.

Mikilvægt er að þekkja hvernig mettivatn fylliefnanna getur breyst þar sem breytingar innan venjulegra uppgefinna mettivatnsgilda geta leitt af sér breytingar á heildarvatnsmagni, allt að 10-15 kg/m³, sem er töluvert magn m.t.t. vinnanleika og styrks.

Mikill munur getur verið á hversu mikið vatn bætist við, háð eðli fylliefnanna. Mikil reynsla er í að ákvarða mettivatn í venjulegum fylliefnum, eins og t.d. sjávarmöl eða muldu graníti, þannig að nothæfar upplýsingar til að reikna út vatnsmagn í steinsteypu fáist fram.

Hvað er Mettivatn?

Mettivatnið í fylliefnunum er tengt ástandinu „vatnsmettaður yfirborðsþurr“ (VYÞ) sem svarar til ástands fylliefnisins í ferskri steinsteypu. Fyrst er VYÞ ákvarðaður með því að vatnsmetta efnið og þar á eftir er búið svo um að aðeins pórunar í fylliefninu séu alveg vatnsmettaðar, sjá síðar.

Einnig má segja að mettivatn svari til þess vatnsmagns sem getur verið í fylliefninu, þótt það virðist þurrt.

 

Grein frá Steinsteypufélagi Íslands.

Lestu alla greinina hér.