Hafðu samband við okkur hér
Sementsafgreiðsla:
Stakksbraut 2
230 Reykjanesbæ
Sími: 421 7950
Panta sement: pontun@aalborg-portland.is
Skrifstofa:
Bæjarlind 4
201 Kópavogi
Sími: 545 4800
Nauðsynlegt er að þekkja til varmaþróunar sements í steypu til þess að geta framkvæmt hitastigslíkingu og metið þróun þrýstiþols, hættu á sprungum vegna hitastigsspennu, frostþol o.fl. fyrir tiltekna byggingarhluta.
Innræn varmaþróun (adiabatisk hitamyndun) er mæld með reglubundnum hætti í sementi frá Aalborg Portland. Mælingarnar eru framkvæmdar samkvæmt staðlaðri blöndu, sbr. töflu 1.
| kg/m3 | |
| Sement | 310 |
| Vatn | 143 |
| V/S-hjutfall | 0,46 |
| Kvarssandur 0/4 | 812 |
| Sjávamöl 4/8 | 445 |
| Sjavámöl 8/16 | 667 |
Tafla 1: Blöndunarhlutfall fyrir steypu notað til mælingar á adiabatiskri hitamyndun.
Hitaþróunin er sýnd með eftirfarandi jöfnu:
Q(M) = Q∞ * exp(-(τe / M)α)
þar sem M stendur fyrir tímalengdina og fastarnir Q∞, τe og α, fyrir sement frá Aalborg Portland koma fram í töflu 2.
| Varmaþróunarbreytur | RAPID sement | BASIS sement | LÁGALKALÍ SÚLFATÞOLIÐ sement | AALBORG WHITE |
| Q∞ kJ / kg | 373 | 346 | 316 | 364 |
| τe m.-tímar | 11,8 | 10,9 | 14,0 | 11,3 |
| α | 1,08 | 1,14 | 0,78 | 1,05 |
Tafla 2: Meðalgildi (2015/2016) f. mælingar á adiabatiskri hitamyndun.
Þetta er grein úr danska tímaritinu BETON.